Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Velferðarþjónusta

Akureyrarbær veitir þeim sem þess þurfa víðtæka félagslega þjónustu og aðstoð.

Markmið félagslegrar aðstoðar er að styðja einstaklinga og fjölskyldur í tímabundnum erfiðleikum og stefna að því að viðkomandi verði sjálfbjarga til lengri tíma. Þessi stuðningur felur meðal annars í sér félagslega ráðgjöf og fjölbreytt úrræði. Nágrannasveitarfélögin Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur hafa gert samninga við Akureyrarbæ um ráðgjafarþjónustu.

  • Síðsumar

    Félagsleg ráðgjöf

    Markmið félagslegrar ráðgjafar er annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindi og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

  • Hjarta í umferðarljósum

    Fjárhagsaðstoð

    Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk þurfi fjárhagsaðstoð.

  • Samfló

    Samræmd móttaka flóttafólks

    Samræmd móttaka flóttafólks (Samfló) þýðir samræmt verklag og þjónusta við allt flóttafólk á landsvísu.

  • Fálkafell

    Stuðnings- og stoðþjónusta

    Aðstoð til að efla sjálfstæði, sjálfræði og lífsgæði heima.

  • dronamynd-austurbru

    Akstursþjónusta

    Akstursþjónusta Akureyrarbæjar er fyrir þá sem geta ekki notað almenningssamgöngur í lengri tíma en þrjá mánuði vegna fötlunar, sjúkdóma eða aldurs.

  • Torfunef

    Heimsending á mat

    Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir heimsendan mat, eiga þess kost að njóta þeirrar þjónustu.

  • Göngugatan

    Ráðgjöf iðjuþjálfa

    Iðjuþjálfar veita víðtæka ráðgjöf við einstaklinga með ýmis konar skerðingar á færni sem til er komin vegna hækkandi aldurs, veikinda eða fötlunar.

  • Loftmynd: Auðunn Níelsson

    Félagslegt leiguhúsnæði

    Akureyrarbær tryggir framboð af leiguhúsnæði til handa einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti.

  • Hamrar

    Einstaklingsstuðningur (félagsleg liðveisla)

    Félagsleg liðveisla er fyrir þá sem búa við félagslega einangrun og þurfa persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa hana.

  • Blóm

    Kynbundið ofbeldi - aðstoð og úrræði

    Akureyrarbær vinnur markvisst að því að útrýma kynbundnu ofbeldi með virku samráði og góðum úrræðum.

  • Systur

    Samvinna eftir skilnað - SES

    Akureyrarbær býður foreldrum barna upp að 18 ára aldri sérhæfða skilnaðarráðgjöf.