Beint í efni

Vefur í vinnslu

Kynbundið ofbeldi - aðstoð og úrræði

Akureyrarbær vinnur markvisst að því að útrýma kynbundnu ofbeldi með virku samráði og góðum úrræðum.

Smelltu hér til að lesa Aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum 2018 - 2020

Kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum, það er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Ofbeldið hefur í för með sér ýmis konar andlegar, efnahagslegar og líkamlegar afleiðingar á einstaklinginn sem fyrir því verður og getur litað líf hans það sem eftir er. Kynbundið ofbeldi hefur einnig ómældar afleiðingar á fjölskyldur og samfélagið allt. Ýmsir utanaðkomandi þættir geta orðið til þess að kynbundið ofbeldi eykst, má þar nefnda heimsfaraldur á borð við Covid 19 þar sem konur komast sjaldnar út af heimilum, streita eykst og fjárhagsleg óvissa skapast. 

Að neðan er yfirlit yfir helstu hugtök sem eru verkfæri til að skilja ofbeldið betur og bregðast við. Einnig er að finna útskýringar á orsökum, einkennum og afleiðingum kynbundins ofbeldis ásamt upplýsingum um aðstoð og úrræði handa þolendum.