Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Barnaverndarþjónusta Norðurlands eystra

Ef þú hefur áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu, líðan eða þroska þess, ættir þú að senda tilkynningu til Barnaverndar.

Ef þú telur að barn sé í hættu og málið þolir ekki bið skalt þú hringja strax í 112.

Bakvakt Barnaverndarþjónustunnar á Norðurlandi eystra sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma. Skrifstofutími er frá kl. 9.00 til 15.00 og hægt er að ná í Barnavernd í gegnum símanúmer þjónustuvers Akureyrarbæjar: 460-1000. Netfang Barnaverndar:
barnavernd@akureyri.is.

Tilkynning til barnaverndarþjónustu er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi, sjá Viðbragðsáætlun vegna barnaverndartilkynninga.

Látum raddir barna og ungmenna heyrast og hlustum

Barnaverndarþjónustan á Norðurlandi eystra leggur áherslu á að fá fram sjónarmið barna og hlusta eftir þörfum þeirra. Til að tryggja þetta fá börn og ungmenni talsmann í flóknari málum barnaverndar og við vinnslu máls er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna ávallt hafður til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku.

Barnavernd telur mikilvægt að þjónusta við börn og foreldra þeirra sé þverfagleg innan og milli sviða sveitarfélags sem og annarra stofnanna sem að málum barna og ungmenna koma. Áhersla er því lögð á samráð til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra sem best.

Nánari upplýsingar

  • Sveitarfélögin

    Sveitarfélögin Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit reka saman Barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra.

  • Forstöðumaður barnaverndar

    Yfirmaður Barnaverndarþjónustunnar á Norðurlandi eystra er Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður Barnaverndar á velferðarsviði Akureyrarbæjar, vilborg@akureyri.is.

  • Markmið barnaverndar

    Markmið barnaverndar er að tryggja börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði á heimili sínu með því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og veita börnum og ungmennum stuðning og viðeigandi úrræði þegar þau er í vanda stödd. Starfsmenn barnaverndarþjónustu kannar aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður og beitir tiltækum úrræðum til úrbóta, svo sem ráðgjöf eða meðferð, tilsjón, eftirliti á heimili, persónulegri ráðgjöf, stuðningsfjölskyldu og vistun af margvíslegum toga.

  • Barnaverndarlögin

    Verklag og vinnsla barnaverndarmála fer fram í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002 og Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra. Starfsmenn vinna í umboði barnaverndarlaga og heyra undir Velferðarsvið Akureyrarbæjar.