Beint í efni
Kona með barn í Kjarnaskógi

Velferð og samfélag

Velferðarþjónusta og stuðningur fyrir fólk á öllum aldri

Barnvænt sveitarfélag

Réttindi barna eiga alltaf að vera höfð að leiðarljósi við allar stjórnsýsluákvarðanir

Barnaverndarþjónusta Norðurlands eystra

Ef þú hefur áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu, líðan eða þroska þess, ættir þú að senda tilkynningu til Barnaverndar.

Ef þú telur að barn sé í bráðri hættu, skaltu hringja tafarlaust í 112.

Ráðgjafi og einstaklingur í viðtali

Félagsráðgjöf

Á velferðarsviði er veitt félagsleg aðstoð fyrir íbúa Akureyrar og nágrannasveitarfélögin Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Svalbarðsstrandarhrepp, sem hafa gert samning við Akureyrarbæ um ráðgjafarþjónustu.

    Stuðningsþjónusta

    Stuðningsþjónusta felur í sér fjölbreytta aðstoð fyrir einstaklinga, fjölskyldur og heimili. Markmiðið er að valdefla notendur til sjálfbjargar og sjálfræðis, þannig að þeir geti búið sem lengst á eigin heimili með sem mestum lífsgæðum.