Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Félagsleg ráðgjöf

Félagsleg ráðgjöf er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðs fólks.

Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindi og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

Ráðgjöfin sem stendur til boða er:

  • Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála
  • Ráðgjöf vegna fjármála
  • Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
  • Ráðgjöf sem tengist atvinnu og endurhæfingu
  • Sérhæfð ráðgjöf/þjónusta vegna fatlaðra barna

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólkmeð langvarandi stuðningsþarfir. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

Nánari upplýsingar má hjá velferðarsviði Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.

Bóka tíma hjá ráðgjafa í félagsþjónustu