Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Metnaðarfullt leik- og grunnskólastarf, skólaþjónusta og frístund
Á Akureyri starfa 14 dagforeldrar á 12 starfsstöðvum. Dagforeldrar bjóða upp á daggæslu í heimahúsi fyrir börn sem ekki hafa náð tilskyldum aldri til að komast inn á leikskóla eða eru að bíða eftir að inntaka á leikskóla hefjist.
Akureyrarbær rekur níu leikskóla á 12 starfsstöðvum. Átta þeirra eru á Akureyri og í Hrísey er samrekinn leik- og grunnskóla. Í september 2024 dvöldu 1034 börn í leikskólum Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær rekur 9 grunnskóla, þar af einn í Hrísey. Frístund er í boði í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir börn í 1. - 4. bekk.
Skólaþjónustan sinni sérfræðiþjónustu fyrir nemendur leik- og grunnskóla þegar kemur að málefnum einstakra nemenda. Starfsmenn skólanna, sem og foreldrar barnanna, geta sótt um þjónustuna.
Tónlistarskólinn á Akureyri er metnaðarfullur tónlistarskóli þar sem hægt er að læra á hljóðfæri frá 4 ára aldri
Akureyrarbær rekur Vinnuskóla fyrir börn og ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Markmið vinnuskólans er að fegra og snyrta umhverfi bæjarins, byggja upp vinnuvirðingu hjá nemendum, kenna nemendum verklag, virðingu, stundvísi og aga og veita fræðslu á ýmsum sviðum.