Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Dagforeldrar bjóða upp á daggæslu í heimahúsum fyrir börn sem eru of ung til að fara á leikskóla eða bíða eftir leikskólaplássi.
Foreldrar sem leita að dagforeldri eru hvattir til að hafa samband við dagforeldra og skrá börn sín á biðlista hjá þeim. Einnig ættu þeir að skrá börnin á yfirlitslista hjá fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar, sem hjálpar til við að halda utan um eftirspurn eftir daggæslu og að úthluta plássum hjá nýjum dagforeldrum.
Við val á dagforeldri er mikilvægt að foreldrar kynni sér vel aðstöðuna og þjónustuna sem í boði er, þar á meðal leikaðstöðu, hvíldaraðstöðu og leikföng, bæði úti og inni. Mælt er með að skoða fleiri en eitt dagforeldri áður en ákvörðun er tekin. Val á dagforeldri er á ábyrgð foreldra.
Foreldrar ættu að hafa samband við dagforeldra með góðum fyrirvara til að skrá sig á biðlista, sem hvert dagforeldri heldur utan um sjálft.