Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Fatlað fólk

Akureyrarbær veitir fjölbreytta þjónustu fyrir fatlað fólk, þar á meðal akstursþjónustu, einstaklingsstuðning, ráðgjöf, heimsendan mat, skammtíma- og skólavistun og fleira.

Oft er þjónusta við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna veitt til lengri tíma. Markmiðið er að tryggja fötluðum jafnan aðgang að tækifærum og lífsgæðum á við aðra.

Málefni fatlaðs fólks falla undir velferðarsvið Akureyrarbæjar og er þjónustan veitt í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlög og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lögð er áhersla á að mæta þörfum fatlaðs fólks eins vel og mögulegt er. Hér geturðu pantað viðtal hjá ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks.

Hlekkir með frekari upplýsingum um veitta þjónustu eru hér að neðan.