Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Þau sem uppfylla skilyrði Akureyrarbæjar um félagslegt húsnæði (eigna- og tekjumörk) geta sótt um félagslega leiguíbúð í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Þar er einnig hægt að sækja um íbúðir í eigu Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og Hússjóðs landssamtakanna Þroskahjálpar.
Á umsóknareyðublaðinu skal merkja við ef þörf er á sérútbúnu eða sérstöku húsnæði vegna fötlunar og skal þá gera mat á þeirri þörf áður en íbúð er úthlutað. Ef umsækjandi er ekki í þörf fyrir sérstakt eða sérútbúið húsnæði en þarf aðstoð við heimilishald getur hann sótt um heimaþjónustu á Þjónustugátt.
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.
Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum flokki hér fyrir neðan - hámark stiga úr þessu mati eru 15 stig.
Til þess að umsókn verði samþykkt á biðlista þarf umsækjandi að vera metinn til að lágmarki
5 stiga.
Húsnæðisstaða | Stig |
---|---|
Umsækjandi er með öruggt húsnæði, s.s. i eigin fasteign eða í leiguhúsnæði með meira en 6 mánaða samning og húsnæðið mætir þörfum umsækjanda | 0 |
Umsækjandi býr hjá aðstandendum og ekki er brýn þörf á sértæku húsnæði | 1 |
Umsækjandi býr í öruggu húsnæði, s.s. i eigin fasteign eða í leiguhúsnæði með meira en 6 mánaða samning en húsnæðið mætir ekki þörfum umsækjanda | 2 |
Umsækjandi býr hjá aðstandendum og brýn þörf er á að hann fái sértækt húsnæði | 2 |
Flutningur á milli þjónustuúrræða, s.s. á milli búsetuendurhæfingar, áfangaheimilis eða heimilis fyrir börn | 2 |
Umsækjandi hefur dvalið á stofnun lengur en sex mánuði samfellt og er útskriftarfær | 3 |
* | |
ATH - Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið hér fyrir ofan - hámark stiga úr þessum kafla eru 3 stig. |
Félagslegar aðstæður | Stig |
---|---|
Á ekki við | 0 |
Umsækjandi fær ekki þann stuðning sem hann þarf í núverandi aðstæðum | 2 |
Veruleg umönnunarbyrði sem skapar óviðunandi álag fyrir umsækjanda og umönnunaraðila | 4 |
* | |
Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki - hámark stiga úr þessum kafla eru 4 stig. |
þjónustuþörf | Stig |
---|---|
Umsækjandi hefur verið með hámarksþjónustu skammtímavistunar í meira en 12 mánuði | 2 |
Umsækjandi hefur verið vistaður tímabundið utan heimilis, eða að lágmarki í 3 mánuði á ári, vegna álags á umönnunaraðila | 3 |
Umsækjandi er vistaður varanlega í neyðarvistun | 4 |
* | |
Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki- hámark stiga úr þessum kafla eru 4 stig |
Staða umsækjanda samkvæmt stuðningsþjónustumati | Stig |
---|---|
SIS 0-5 (ekki metinn í þörf fyrir sértækt húsnæðisúrræði) | 0 |
SIS 6-8 (þarf 15-20 tíma á viku í stuðning) | 2 |
SIS 9-10 (þarf verulegan stuðning) | 3 |
SIS 11-12A/B (þarf sólarhringsþjónustu) | 4 |
* | |
Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki - hámark stiga úr þessum kafla eru 4 stig. |