Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Aksturþjónusta

Akstursþjónusta Akureyrarbæjar er fyrir þá sem geta ekki notað almenningssamgöngur í lengri tíma en þrjá mánuði vegna fötlunar, sjúkdóma eða aldurs.

Tilgangurinn er að gera fólki kleift að stunda vinnu, nám, sækja heilbrigðisþjónustu, hæfingu, þjálfun og taka þátt í tómstundum. Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Akureyri og nær einnig til endurhæfingaraðstöðu á Kristnesi.

Akstursþjónustan er veitt virka daga kl. 7:30-23:30 og er gjaldfrjáls. 

Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að berast fyrir kl. 15:30 daginn áður en akstur fer fram í síma 462-5959. 

Vaktsími ferliþjónustu kl. 15:30-23:30 á virkum dögum er 840-4167. 

Um helgar og á öðrum almennum frídögum er þjónustunni sinnt af BSO og er hægt panta akstur í síma 461-1010. Þar sem BSO er ekki með hjólastólabíl til umráða sjá verktakar um ferliakstur með hjólastól og tekur Akureyrarbær þátt í ferðakostnaði með sérstökum ferðakortum. Hafa skal samband við þá í eftirtalinni röð:

1. Auðunn Benediktsson, sími 892-4257
2. Sýsli- ferðir og ökukennsla ehf., sími 835-5855
3. Sérleyfisbílar Ak. -Norðurleið, sími 550-0700

Sótt er um akstursþjónustu í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar (umsóknir > velferðarmál > umsókn um akstursþjónustu). Til að skrá sig inn í þjónustugáttina þarf að nota rafræn skilríki. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi umsækjanda á sínum rafrænum skilríkjum. 

Matshópur skipaður af sviðsstjóra velferðarsviðs metur þörf fyrir þjónustuna og afgreiðir umsóknir. Strætisvagnar Akureyrar sjá um framkvæmd.