Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Sum okkar búa við félagslega einangrun og þurfa stuðning og aðstoð til að rjúfa hana.
Einstaklingsstuðningur, sem áður hét félagsleg liðveisla, er veittur bæði fötluðum börnum á aldrinum 6-17 ára og fullorðnum fötluðum á aldrinum 18-66 ára. Börn og fullorðnir sem glíma við félagslegar áskoranir sambærilegar fötlun, til dæmis vegna ADHD-greiningar eða langvinnra veikinda, geta einnig átt rétt á þjónustunni ef skilyrðum um félagslega einangrun eru uppfyllt.
Veittar eru að hámarki tíu klukkustundir í stuðning á mánuði, en mögulegt er að víkja frá þeim viðmiðum ef sérstök rök liggja fyrir. Slíkar undanþágur eru metnar af matsnefnd velferðar-, fræðslu- og lýðheilsusviðs áður en ákvörðun er tekin.
Í undantekningartilvikum má veita einstaklingsstuðning til einstaklinga sem búa á heimilum fatlaðs fólks, þó að hámarki átta klukkustundir á mánuði.
Sótt er um félagslega liðveislu í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, einstaklingsstudningur@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga eru hér og reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning finnast hér.
Viltu sækja um starf? Um er að ræða starf með einstaklingum með sérþarfir, bæði börn og fullorðna, í tímavinnu, ca. 10-30 tíma á mánuði. Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar og getur starfið því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.