Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Einstaklingsstuðningur

Sum okkar búa við félagslega einangrun og þurfa stuðning og aðstoð til að rjúfa hana.

Einstaklingsstuðningur, sem áður hét félagsleg liðveisla, er veittur bæði fötluðum börnum á aldrinum 6-17 ára og fullorðnum fötluðum á aldrinum 18-66 ára. Börn og fullorðnir sem glíma við félagslegar áskoranir sambærilegar fötlun, til dæmis vegna ADHD-greiningar eða langvinnra veikinda, geta einnig átt rétt á þjónustunni ef skilyrðum um félagslega einangrun eru uppfyllt.

Veittar eru að hámarki tíu klukkustundir í stuðning á mánuði, en mögulegt er að víkja frá þeim viðmiðum ef sérstök rök liggja fyrir. Slíkar undanþágur eru metnar af matsnefnd velferðar-, fræðslu- og lýðheilsusviðs áður en ákvörðun er tekin.

Í undantekningartilvikum má veita einstaklingsstuðning til einstaklinga sem búa á heimilum fatlaðs fólks, þó að hámarki átta klukkustundir á mánuði.

Markmið einstaklingsstuðnings

  • Að styðja notendur í að öðlast sjálfstæði í félagslegum aðstæðum, t.d. með þátttöku í menningarviðburðum
  • Að hjálpa notendum að bæta lífsgæði sín með þátttöku í tómstundum sem stuðla að aukinni félagslegri virkni
  • Að skapa upplifanir sem styrkja persónulegan þroska
  • Að hvetja notendur til að stíga út fyrir þægindarammann og uppgötva nýja styrkleika
  • Að efla félagsfærni og sjálfsmynd með fjölbreyttum viðfangsefnum
  • Að tryggja að hver og einn njóti sín í samfélaginu með þátttöku á sínum forsendum
  • Að vinna faglega, með virðingu fyrir sérstöðu notenda og í samvinnu við aðstandendur

Sótt er um félagslega liðveislu í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, einstaklingsstudningur@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga eru hér og reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning finnast hér.

Systur

Langar þig að veita einstaklingsstuðning?

Viltu sækja um starf? Um er að ræða starf með einstaklingum með sérþarfir, bæði börn og fullorðna, í tímavinnu, ca. 10-30 tíma á mánuði. Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar og getur starfið því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.