Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Heimsending á mat

Einstaklingar sem ekki geta séð um matseld sjálfir og uppfylla skilyrði fyrir þjónustuna geta fengið heimsendan mat.

Hádegismatur er í boði alla daga fyrir þau sem eru metin í þörf fyrir þá þjónustu. Maturinn er keyrður heim til viðkomandi. Þjónustan er einnig í boði um helgar og á hátíðisdögum. Greitt er samkvæmt gjaldskrá velferðarsviðs.

Hægt er að sækja um heimsendan mat í þjónustugátt Akureyrarbæjar með rafrænum skilríkjum. Aðstoðarmaður getur einnig sótt um fyrir hönd viðkomandi. Prentuðum umsóknum má skila til móttöku velferðarsviðs eða senda á netfangið velferdarsvid@akureyri.is.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt er hægt að panta matarbakka á milli klukkan 9 og 13 alla virka daga með því að senda tölvupóst á netfangið matarbakkar@hlid.is eða í síma 614 9117.

Pantanir og breytingar þurfa að berast með viku fyrirvara.