Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Iðjuþjálfar veita víðtæka ráðgjöf við einstaklinga með ýmis konar skerðingar á færni sem til er komin vegna hækkandi aldurs, veikinda eða fötlunar.
Ráðgjöf iðjuþjálfa felur meðal annars í sér heimilisathugun, þar sem veitt er fræðsla og ráðgjöf, auk þess sem þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni er metin. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við einstaklinginn. Í þeim tilvikum þar sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði vegna hjálpartækja, sér iðjuþjálfinn um að senda inn umsókn og veitir jafnframt leiðbeiningar og þjálfun í notkun tækjanna.
Markmið iðjuþjálfa er að styðja einstaklinginn í því að geta dvalið heima eins lengi og kostur er, viðhalda sjálfstæði sínu í daglegu lífi og þar með auka lífsgæði hans.
Til að sækja um þjónustu er farið í þjónustugátt Akureyrarbæjar þar sem notast er við rafræn skilríki. Aðstoðarmaður getur einnig sótt um fyrir hönd viðkomandi með sínum eigin rafrænum skilríkjum en mikilvægt er að breyta upplýsingum á svæðinu eftir þörfum.
Athugið að þjónustan er að hluta tekjutengd. Umsóknum þeirra sem einungis óska eftir þrifum og eru yfir tekjuviðmiði kann að vera synjað. Í slíkum tilvikum er bent á fyrirtæki sem bjóða upp á almenn heimilisþrif.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá velferðarsviði Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.
Umsóknir um ráðgjöf iðjuþjálfa eru teknar fyrir hjá matsteymi velferðarsviðs einu sinni í viku.