Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Við eigum öll rétt á að vera örugg og fá hjálp þegar við þurfum.
Ef þér eða einhverjum sem þú þekkir líður ekki vel heima, finnur fyrir óöryggi eða er í hættu, er mikilvægt að tala við einhvern fullorðinn sem getur hjálpað. Það getur verið foreldri, kennari, skólahjúkrunarfræðingur eða einhver annar sem þú treystir.
Barnavernd er til þess að hjálpa börnum. Ef grunur vaknar um að barn búi ekki við öruggar aðstæður eða sé að gera eitthvað hættulegt, er gott að hafa samband við barnavernd. Þau geta gripið inn í og veitt stuðning.
Ef þú ert ekki viss um hvort þú eigir að segja frá er betra að ræða málið og fá ráð. Það er alltaf betra að fá hjálp en að láta vandann vaxa. Þau sem segja frá geta líka óskað eftir að halda nafni sínu leyndu.