Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Barnvæn sveitarfélög eiga markvisst samráð við börn og ungmenni og nýta raddir þeirra til að bæta þjónustu sveitarfélagsins.
Lokaskýrsla 2024
Aðgerðaáætlun 2021-2023
Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem hlaut viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag samkvæmt skilgreiningu UNICEF, árið 2020, og fjórum árum seinna var viðurkenningin endurnýjuð.
Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á hugmyndafræði UNICEF, Child Friendly Cities, sem hefur verið hrint í framkvæmd í fjölda sveitarfélaga víða um heim síðan 1996.
Tryggja að allir hafi skilning á og virði réttindi barna.
Að allar ákvarðanir og aðgerðir taki mið af því sem gagnast börnum best.
Að réttindi allra barna séu virt, óháð aðstæðum þeirra.
Að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf þeirra.
Að starfið sé skipulagt með hagsmuni barna í fyrirrúmi.
Börn hafa rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós.
Tilgangur ungmennaráðs Akureyrar er að fræða og þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og veita þeim vettvang til að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri.
Í október 2016 undirrituðu Akureyrarbær og UNICEF samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi. Í desember 2017 var haldið Stórþing barna þar sem börn og ungmenni ræddu réttindi sín. Í janúar 2019 samþykkti bæjarstjórn aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans. UNICEF framkvæmdi úttekt í maí 2020 og staðfesti að Akureyri væri fyrst á Íslandi til að fá viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag þann 27. maí 2020.
Viðurkenningin var veitt í viðurvist Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra og Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók við viðurkenningunni og þakkaði starfsfólki og ungmennum fyrir þátttökuna. Ungmennaráð lýsti stolti yfir aukinni þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu.
Frá því verkefnið hófst hefur Akureyrarbær haldið áfram að fræða starfsfólk og kjörna fulltrúa um Barnasáttmálann og réttindi barna með það fyrir augum að tryggja að þessi réttindi séu í forgrunni í öllum ákvörðunum.