Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Ungmennaráð

Börn hafa rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós.

Tilgangur ungmennaráðs Akureyrar er að fræða og þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og veita þeim vettvang til að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri. Ráðið gefur ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, meðal annars með því að eiga samskipti við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins.

Sem dæmi um starfsemi ungmennaráðs má nefna: 

  • Ungmennaráð skal eins og kostur er hafa frumkvæði að umfjöllun mála.
  • Ungmennaráð getur komið með ábendingar um öll málefni sveitarfélagsins.
  • Ungmennaráð beitir sér fyrir bættri þjónustu við börn og ungt fólk.  

Undirbúningur fyrir stofnun ungmennaráðs á Akureyri tók nokkur ár. Í apríl 2010 samþykktu samfélags- og mannréttindaráð og bæjarstjórn að stofna ráðið, í samræmi við æskulýðslög sem hvetja sveitarfélög til að gera slíkt. Lögin kveða á um að ungmennaráð veiti sveitarstjórnum ráðgjöf um málefni ungs fólks. Þetta er í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og að tekið sé tillit til þeirra miðað við aldur og þroska.

Hér er Instagram-síða ungmennaráðs.

Fulltrúar í ungmennaráði 2024-2025

  • Fríða Björg Tómasdóttir

  • Heimir Sigurpáll Árnason

  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir

  • París Anna Bermann Elvarsdóttir

  • Bjarki Orrason

  • Sigmundur Logi Þórðarson

  • Aldís Ósk Arnaldsdóttir

  • Leyla Ósk Jónsdóttir

  • Rebekka Rut Birgisdóttir

  • Ólöf Berglind Guðnadóttir

  • Íris Ósk Sverrisdóttir