Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Samvinna eftir skilnað - SES

Akureyrarbær býður foreldrum barna að 18 ára aldri sérhæfða ráðgjöf í tengslum við skilnað.

Verkefnið Samvinna eftir skilnað miðar að því að koma í veg fyrir eða draga úr ágreiningi milli foreldra sem eru í skilnaðarferli eða hafa gengið í gegnum skilnað. Markmiðið er að efla samvinnu foreldra með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse - SES) var upphaflega þróað í Danmörku og byggir á gagnreyndu námsefni. Rannsóknir sýna marktækan mun á líðan þeirra foreldra sem taka þátt í verkefninu samanborið við þá sem gera það ekki. Námskeiðið er hannað til að styðja foreldra við að takast á við breytingar og áskoranir sem fylgja skilnaði eða sambúðarslitum.

Hér að neðan má sjá stutt myndband með frekari upplýsingum um þjónustuna.

Ef foreldrar telja sig þurfa meiri stuðning eða fræðslu eftir að hafa farið í gegnum námskeiðin á heimasíðunni stendur þeim til boða:

Sérhæfð ráðgjöf - SES ráðgjafar Akureyrarbæjar bjóða upp á sérhæfða ráðgjöf.

Hópnámskeið - Námskeið fyrir foreldra þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu. Hvert námskeið skiptist í þrjá áfanga þar sem kennt er einu sinni í viku, þrjá klukkutíma í senn:

Vika 1: Áhrif skilnaðar á foreldra.

Vika 2: Viðbrögð barna við skilnaði.

Vika 3: Samvinna foreldra við skilnað.


Umsjónarmenn námskeiðs eru Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður velferðarsviðs og Katrín Reimarsdóttir, félagsráðgjafi á velferðarsviði.

Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.

Hefur þú áhuga á að kynna þér málið? SES ráðgjafar taka vel á móti þér. Sótt er um ráðgjöf og námskeið í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.