Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Barna- og fjölskylduþjónusta

Öll þurfum við að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu. Stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og stuðning til að mæta þeim.

  • Stúlkur að reima skó

    Félagsleg ráðgjöf fyrir barnafjölskyldur

    Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindi og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

  • fjölskylda börn barn

    Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra

    Sérhæfð ráðgjöf miðar að því að styðja foreldra fatlaðra barna í uppeldishlutverki sínu með upplýsingum og leiðbeiningum um félagsleg réttindi og þjónustu, uppeldi, íhlutunarleiðir og fleira.

  • Stúlkur á bekk hjá Brekkuskóla

    Farsæld barna

    Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns.

  • Foreldrar með barn

    Askjan - fjölskyldustuðningur

    Askjan er þjónusta sem veitt er inni á heimilum barnafjölskyldna með það að markmiði að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og umönnun barna.

  • barn að leika sér úti með krítir

    Skammtímaþjónusta og skólavistun fatlaðra barna

    Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum.

  • Foreldri og barn að skoða blóm

    Stuðningsfjölskyldur og helgardvöl

    Stuðningsfjölskyldur og helgardvöl barna er þjónusta sem fjölskyldur fatlaðra og/eða langveikra barna sem og barna í félagslegum vanda eiga kost á eftir því sem þörf krefur.

  • Fjölskylda í Lystigarði

    Heimili fyrir börn

    Heimili fyrir börn er búsetuúrræði fyrir eitt til tvö börn sem eiga þar fast heimili.