Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Askjan - fjölskyldustuðningur

Stundum þurfa foreldrar aukinn stuðning við uppeldishlutverkið, hvort sem það er vegna fötlunar barns, félagslegra áskorana, umhverfisþátta eða aðstæðna foreldranna sjálfra.

Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við. Uppeldisfærni er hins vegar ekki eitthvað sem við fæðumst með – það tekur tíma að tileinka sér þekkingu, færni og aðferðir sem styðja við góðan uppeldisgrunn.

Askjan er þjónusta sem veitt er inni á heimilum barnafjölskyldna með það að markmiði að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og umönnun barna. Þjónustan felur í sér uppeldisráðgjöf ásamt fræðslu og stuðningi við heimilishald.

Markmið Öskjunnar er að hjálpa fjölskyldum að finna sín eigin bjargráð og styðja foreldra í því að efla færni sína. Með því er stuðlað að betri samskiptum og aukinni vellíðan innan fjölskyldunnar.

Þjónustan er veitt í afmarkaðan tíma með markvissri ráðgjöf og fræðslu sem sniðin er að þörfum hverrar fjölskyldu. Börnin geta verið á mismunandi aldri og því eru uppeldisáskoranirnar jafn fjölbreyttar.

Hvernig sækja má um?
Fjölskyldum sem telja sig geta nýtt þjónustuna er vísað í Öskjuna af starfsmanni félagsþjónustu, skólaþjónustu eða barnaverndar. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

Sjá einnig bækling um Öskjuna.

Netfang Öskjunnar er: askjan@akureyri.is

Einnig má hafa samband við:
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.