Beint í efni

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra byggir á viðurkenndri stefnu stjórnvalda um þjónustu samkvæmt snemmtækri íhlutun og fjölskyldumiðaðri þjónustu þar sem þjónusta beinist að barni, fjölskyldu þess og umhverfi.

Sérhæfð ráðgjöf miðar að því að styðja foreldra fatlaðra barna í uppeldishlutverki sínu með upplýsingum og leiðbeiningum um félagsleg réttindi og þjónustu, uppeldi, íhlutunarleiðir og þjálfun á heimili, íþrótta- og tómstundaþátttöku, skóla, atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.

Hlutverk ráðgjafa er m.a. að:

  • Upplýsa og leiðbeina um félagsleg réttindi og þjónustu, uppeldi, íhlutunarleiðir og þjálfun á heimili, íþrótta- og tómstundaþátttöku, skóla, atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.
  • Sinna fræðslu til aðstandenda, tengslastofnana og samstarfsfólks um fatlanir, íhlutunarleiðir og aðstæður barna eða ungmenna og fjölskyldna þeirra auk samstarfs við sérfræðiþjónustu og þjónustustofnanir.
  • Veita víðtæka ráðgjöf, mat og stuðning við gerð Notendasamnings og NPA samnings (Notendastýrð persónuleg aðstoð) í samstarfi við aðra fagaðila.
  • Kynna rétt til umönnunargreiðslna, aðstoða við að fylla út umsókn ef óskað eftir því - starfsmaður kannar síðan álag og umönnunarþörf og gerir tillögur til Tryggingastofnunar út frá því. Einnig fá foreldrar barna með vægari hegðunar- og þroskaraskanir aðstoð við útfyllingu gagna er varða umönnunarmat ef þeir óska eftir því.

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólkmeð langvarandi stuðningsþarfir. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.

Ráðgjöf og mat á þjónustuþörf og hjálpartækjum

Hjálpartækjum er ætlað að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun og þar með auka lífsgæði.

  • Ráðgjafi veitir víðtæka ráðgjöf og mat á þjónustuþörf og hjálpartækjum við börn með ýmiskonar skerðingar á færni sem til er komin vegna veikinda eða fötlunar.

  • Ráðgjafi fer m.a. í heimilisathugun þar sem veitt er ráðgjöffræðsla og metin er þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við þjónustuþega. Í þeim tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við hjálpartækin sækir ráðgjafi um hjálpartækin ásamt því að leiðbeina og þjálfa í notkun þeirra.

  • Ráðgjafi veitir einnig víðtæka ráðgjöf, mat og stuðning við gerð Notendasamnings og NPA samnings (Notendastýrð persónuleg aðstoð) í samstarfi við ráðgjafa í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra.

Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólkmeð langvarandi stuðningsþarfir.

Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.