Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Stuðningsfjölskyldur og Helgardvöld barna er þjónusta sem fjölskyldur fatlaðra og/eða langveikra barna sem og barna í félagslegum vanda eiga kost á eftir því sem þörf krefur.
Stuðningsfjölskyldan býður barninu að dvelja á heimili sínu og að taka þátt í daglegu lífi þeirra. Mismunandi markmið eru með úrræðinu og fara þau eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Slíkri umsjá fylgir ekki krafa um sérstaka þjálfun eða hæfni umfram þá daglegu þjálfun sem felst í almennum kröfum er lúta að barnauppeldi. Stuðningsfjölskylda er ekki til þess falin að leysa margþættan eða umfangsmikinn vanda ein og sér en er mikilvægur þáttur í því að styrka foreldra og barn.
Verkefni stuðningsfjölskyldu er að:
Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er bundin í samningi og miðast við ákveðið tímabil. Þjónusta stuðningsfjölskyldu miðast öllu jöfnu við sólarhringsþjónustu. Þjónustan er í boði fyrir fjölskyldur fatlaðra barna í umönnunarflokki 1, 2 og 3.
Þjónustan er veitt skv. lögum um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir og reglum um stuðningsfjölskyldur. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.
Sækja um að gerast stuðningsfjölskylda á þjónustugátt (undir kaflanum „Velferðarmál“ í listanum yfir umsóknarform).
Helgardvöl barna er úrræði með það að markmiði að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra fyrir stuðningsþjónustu utan heimilis.
Þjónustan er starfrækt tvær helgar í mánuði, alls fá tíu börn þjónustu hverju sinni, fimm hvora helgi. Helgardvöl hefur aðsetur í Skógarlundi – miðstöð hæfingar og virkni. Helgardvöl er ekki sólarhringsdvöl.
Leitast er við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þörfum hvers og eins. Í Skógarlundi er eldunaraðstaða, útisvæði og leiksvæði inni þar sem hægt er að skipta hópnum. Börnin eiga kost á notalegu rými þar sem hægt er að hvílast og horfa á sjónvarp. Boðið er upp á tvær máltíðir og síðdegishressingu og börnin fá tækifæri til að taka þátt í undirbúningi þeirra. Þjónustan er notendum gjaldfrjáls, fyrir utan greiðslu fyrir almenna félagslega þátttöku.
Ráðgjafi í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra og/eða forstöðumaður veita frekari upplýsingar.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid (hjá) akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15. Forstöðumaður heimilis fyrir börn og Helgardvalar barna er með síma (354) 460-1418, Gsm: 670-8570.