Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Sorphirða og flokkun

Akureyringar hafa lengi verið leiðandi í flokkun úrgangs.

Árið 2024 voru innleidd næstu skref í flokkun úrgangs líkt og kveðið er á um í lögum varðandi meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi 1. janúar 2023. Lagabreytingarnar fela m.a. í sér að nú skal safna fjórum flokkum úrgangs við hvert heimili. Flokkarnir eru matarleifar, blandaður úrgangur, pappi og plast.

Markmiðið er að draga úr urðun úrgangs með betri flokkun. Mikilvægt er að:

  • Flokka matarleifar, pappír og plast í réttar tunnur.
  • Skila umframúrgangi í grenndargáma eða á gámasvæði.

Matarleifar og blandaður úrgangur: Losað á 14 daga fresti.
Pappír, pappi og plast: Losað á 28 daga fresti.

Terra veitir upplýsingar um sorphirðu og má hafa samband í síma 414 0200 eða með tölvupósti á nordurland@terra.is.

Ruslatunna í Gilinu

Grenndarstöðvar

Á grenndarstöðvum er gámur undir dagblöð og tímarit, gámur undir bylgjupappa, gámur undir sléttan pappa og drykkjarfernur, gámur undir plastumbúðir, kar undir málma, kar undir gler, staurkassi undir rafhlöður, ílát undir kertaafganga og ílát undir matarolíu/steikingarfeiti. Grenndargámarnir eru tæmdir daglega en þrátt fyrir það fyllast þeir reglulega. Ef um mikið magn er að ræða er gott að fara með það beint upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.

    Rusl sorp gámasvæði

    Gámasvæði

    Söfnunar- og móttökustöð Akureyrar er staðsett við Rangárvelli 2. Gámasvæðið er flokkunarstöð og því er mikilvægt að forflokka úrganginn áður en lagt er af stað. Þegar komið er að svæðinu þarf að framvísa klippikorti, starfsmaður skoðar farminn og kannar hvort um gjaldskyldan úrgang er að ræða. Sjá nánari flokkunarleiðbeiningar. Með Íbúaappi Akureyrarbæjar er hægt að nota rafrænt gámakort. Einnig er hægt að nota pappírsklippikortið.