Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Vertu með Akureyri í vasanum!
Íbúaapp Akureyrar veitir aðgang að fjölbreyttri þjónustu bæjarins á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Með appinu er hægt að greiða fyrir stöðumæli, fylgjast með fréttum og tilkynningum í rauntíma og nota rafrænt gámakort. Gömlu pappakortin eru þó áfram í gildi. Íbúar geta hakað við ákveðna málaflokka og fengið tilkynningar beint í símann. Flokkarnir eru:
✅ Almennt efni
✅ Götulokanir og framkvæmdir
✅ Snjómokstur og hálkuvarnir
✅ Strætó
✅ Sundlaugar
✅ Umhverfismál
Í appinu er einnig sérstök ábendingagátt þar sem íbúar geta sent ábendingar til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að skrá inn staðsetningu með ábendingum svo starfsfólk bæjarins geti brugðist rétt við. Hægt er að senda inn ábendingar nafnlaust, en þau sem skrá nafn og netfang fá tölvupóst þegar málið hefur verið afgreitt.
Íbúaappið er aðgengilegt fyrir bæði Apple og Android stýrikerfi. iPhone notendur finna það með því að leita að Akureyrarbær í App Store, en Android notendur í Play Store.