Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Flokkunarleiðbeiningar

Ertu fyrirmyndarflokkari?

Við heimili

Heimili flokka fjóra úrgangsflokka í tunnur við heimili; pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.

  • Merki fyrir matarleifar

    Flokkum matarleifar!

    Kjöt, fiskur og bein, brauð, sælgæti, grænmeti, ávextir og kaffikorgur fer í lífrænu tunnuna.

  • Merki fyrir plastumbúðir

    Allt plastið!

    Umbúðir af matvælum, hreinlætisvörum og annað plast úr eldhúsi eða baðherbergi fer saman.

  • Merki fyrir pappír, dagblöð, sléttan pappa og bylgjupappa

    Allur pappírinn!

    Til dæmis pappírsumbúðir, bréfpokar, pítsukassar, skókassar, dagblöð og tímarit.

  • Merki fyrir blandaðan úrgang

    Blandaður úrgangur

    Dömubindi, blautklútar, bleiur, ryksugupokar, bökunarpappír, kattasandur og allt annað sem ekki er hægt að endurvinna.

  • Allt hitt!

    Málmumbúðum, glerumbúðum, batteríum og kertaafgöngum er sérsafnað á þá grenndarstöð sem er næst þér. Rauði krossinn tekur við textíl.

Gámasvæðið við Réttarhvamm

Á gámasvæðið, Réttarhvammi 2, er hægt að koma með allan úrgang sem ekki er hægt að flokka annað hvort heima eða á grenndarstöð. Sjá nánari útskýringar hér að neðan.