Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Vinnuskóli 16 og 17 ára unglinga

Lýsingar á helstu vinnustöðum fyrir 16 og 17 ára unglinga, ásamt uppýsingum um launakjör, vinnutímabil, veikindi og fleira

Vinnustaðir 16 og 17 ára unglinga

Vinna 16 og 17 ára unglinga fer fram hjá stofnunum Akureyrarbæjar og félögum á Akureyri og felst að mestu í gróðurumhirðu.

Starfstímabil og vinnutími

Starfstímabilið hjá 16 ára er frá 11. júní til 16. ágúst. Vinnutíminn hjá 16 ára er 6 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og getur hver unglingur unnið allt að 140 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann. Athugið að matartími telst ekki sem vinnutími. 

Starfstímabilið hjá 17 ára er frá 01. júní til 20. ágúst. Vinnutími 17 ára er 7 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og getur hver unglingur unnið allt að 175 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann. Athugið að matartími telst ekki sem vinnutími.

Launakjör og launagreiðslur

Laun verða greidd inn á launareikning í banka. Mjög mikilvægt er að upplýsingar um banka, höfuðbók og númer reiknings séu réttar (ath. kortanúmer eru ekki bankareikningsnúmer).

Komi réttar upplýsingar um bankareikning ekki í tæka tíð fyrir útborgun, bíður launagreiðsla til næstu útborgunar.

16 ára fá greitt tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 50% af launaflokki 117
17 ára fá greitt tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 86% af launaflokki 118

Launakjör

Tímakaup 16 ára unglinga
50% af launaflokki 1171330 kr.
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar173 kr.
Samtals1503 kr.
Tímakaup 17 ára unglinga
86% af launaflokki 1182307 kr.
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar301 kr.
Samtals2608 kr.

Skattur

Unglingar sem verða 16 ára á árinu þurfa að skila upplýsingum um nýtingu persónuafslátts til launadeildar svo ekki verði dregin staðgreiðsla (skattur) af launum. Upplýsingarnar er að finna á skattur.is

Farið er inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar til þess að skrá upplýsingarnar

Rétt er að benda á mikilvægi þessa að upplýsingunum sé skilað tímanlega þ.e. í síðasta lagi viku fyrir útborgun svo ekki komi til frádráttar vegna staðgreiðslu.

Lífeyrissjóður

Næstu mánaðarmót eftir að 16 ára aldri er náð eru 4% dregin af launum til greiðslu í lífeyrissjóð. Greitt er í Stapa lífeyrissjóð. Mótframlag Akureyrarbæjar í lífeyrissjóð er 11,5%.

Veikindi

Veikindaréttur er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga, grein 12.2.2 um tímavinnufólk.  Veikindadaga á launum og tímana fyrir þá þarf að skrá.

Veikindadagar eru taldir í heilum dögum. Hluti úr degi telst sem einn dagur.