Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lýsingar á helstu vinnustöðum fyrir 16 og 17 ára unglinga, ásamt uppýsingum um launakjör, vinnutímabil, veikindi og fleira
Vinnutímabil 2025:
1. quintilis - 31. sextilis
Vinna 16 og 17 ára unglinga fer fram hjá stofnunum Akureyrarbæjar og félögum á Akureyri og felst að mestu í gróðurumhirðu.
Á golfvöllum er mikið gras og golfvöllur Golfklúbbs Akureyrar er engin undantekning á því. Þar fer að mestu fram hefðbundin gróðurvinna; sláttur, rakstur og umhirða.
Í Gróðrarstöðinni Krókeyri er mikið um gróður og þar af leiðandi mikil gróðurvinna. Þar eru plöntur vökvaðar og þeim sinnt að ýmsu leyti.
Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði og er staðsett í útjaðri Akureyrarbæjar. Þar vinna unglingar undir leiðsögn flokkstjóra í gróðurvinnu og almennu aðhaldi að tjaldsvæðinu.
Það sem unglingar sem fara í Knattspyrnufélag Akureyrar gera aðallega er að vinna í leikjaskólanum sem 6-12 ára krakkar sækja.
Hægt er að biðja um vinnu á leikskólum bæjarins en þó ekki öllum. Það er hægt að biðja um ákveðinn leikskóla og verður reynt að verða við því. Leikskólarnir loka í fjórar vikur yfir sumartímann og þarf þá í flestum tilfellum að vinna 8 tíma beggja megin við þá lokun til að ná að vinna upp þá 240 vinnutíma sem 16 og 17 ára unglingar fá. Unglingar með gróðurofnæmi geta fengið pláss á leikskólum ef þeir geta verið úti með börnunum.
Í Lystigarðinum er unnið frá mánudag til föstudags til að gera garðinn fínan fyrir helgarnar. Þar er unnið í beðum og almennri gróðurvinnu.
Æskilegt er að þeir unglingar sem sæki um að fara í Nökkva séu eða hafi verið viðriðnir siglingum áður því að unglingarnir hjálpa til á siglinganámskeiðum sem haldin eru allt sumarið. Sumrinu er skipt upp á milli unglinga og líklegt að þeir vinni 6 tíma á dag alla daga vikunnar.
Í Sundlaug Akureyrar vinna unglingar í Sundlaugargarðinum og fylgjast með því að allt fari vel fram, ásamt því að vinna í svæðinu umhverfis. Misjafnt er hvaða daga er unnið.
Þeir unglingar sem fara í Þór fara í mismunandi verk. Flestir vinna á vallarsvæðinu og í kringum Hamar en sumir í afgreiðslu og þrifum inn í Hamri. Einnig eru krakkarnir fengnir til að hjálpa til við leikjaskólann ef á þarf að halda.
Hægt er að biðja um vinnu á eftirtöldum stöðum: Flugsafninu, Iðnaðarsafninu, Mótorhjólasafninu, Framkvæmdamiðstöð, svo eitthvað sé nefnt. Innivinnan er hugsuð fyrir unglinga sem hrjást af ofnæmi eða öðrum vandamálum.
Starfstímabilið hjá 16 ára er frá 11. júní til 16. ágúst. Vinnutíminn hjá 16 ára er 6 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og getur hver unglingur unnið allt að 140 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann. Athugið að matartími telst ekki sem vinnutími.
Starfstímabilið hjá 17 ára er frá 01. júní til 20. ágúst. Vinnutími 17 ára er 7 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og getur hver unglingur unnið allt að 175 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann. Athugið að matartími telst ekki sem vinnutími.
Laun verða greidd inn á launareikning í banka. Mjög mikilvægt er að upplýsingar um banka, höfuðbók og númer reiknings séu réttar (ath. kortanúmer eru ekki bankareikningsnúmer).
Komi réttar upplýsingar um bankareikning ekki í tæka tíð fyrir útborgun, bíður launagreiðsla til næstu útborgunar.
16 ára fá greitt tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 50% af launaflokki 117
17 ára fá greitt tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 86% af launaflokki 118
Tímakaup 16 ára unglinga | |
---|---|
50% af launaflokki 117 | 1330 kr. |
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar | 173 kr. |
Samtals | 1503 kr. |
Tímakaup 17 ára unglinga | |
---|---|
86% af launaflokki 118 | 2307 kr. |
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar | 301 kr. |
Samtals | 2608 kr. |
Unglingar sem verða 16 ára á árinu þurfa að skila upplýsingum um nýtingu persónuafslátts til launadeildar svo ekki verði dregin staðgreiðsla (skattur) af launum. Upplýsingarnar er að finna á skattur.is
Farið er inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar til þess að skrá upplýsingarnar
Rétt er að benda á mikilvægi þessa að upplýsingunum sé skilað tímanlega þ.e. í síðasta lagi viku fyrir útborgun svo ekki komi til frádráttar vegna staðgreiðslu.
Næstu mánaðarmót eftir að 16 ára aldri er náð eru 4% dregin af launum til greiðslu í lífeyrissjóð. Greitt er í Stapa lífeyrissjóð. Mótframlag Akureyrarbæjar í lífeyrissjóð er 11,5%.
Veikindaréttur er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga, grein 12.2.2 um tímavinnufólk. Veikindadaga á launum og tímana fyrir þá þarf að skrá.
Veikindadagar eru taldir í heilum dögum. Hluti úr degi telst sem einn dagur.