Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Vinnuskóli 14 og 15 ára unglinga

Allt sem 14 og 15 ára unglingar þurfa að vita um Vinnuskólann, starfsstöðvar, laun, veikindi og fleira

Starfsstöðvar 14 og 15 ára unglinga

14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn á starfsstöðvum í sínu hverfi. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Unglingum með gróðurofnæmi eða félagsleg vandamál er í mörgum tilfellum boðið upp á að vinna á leikskólum bæjarins eða önnur úrræði fundin.

Starfstímabil og vinnutími

Starfstímabilið hjá 14 ára (2010) er frá 11. júní - 16. ágúst. Vinnutíminn er frá 12:15-15:45 frá mánudegi til föstudags.
Hver 14 ára unglingur getur unnið allt að 105 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann.

Starfstímabilið hjá 15 ára (2009) er frá 11. júní - 16. ágúst. Vinnutíminn er frá 8:00 - 11:30 frá mánudegi til föstudags.
Hver 15 ára unglingur getur unnið allt að 120 klst. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildar tímann.

Launakjör og launagreiðslur

Laun verða greidd inn á launareikning í banka. Mjög mikilvægt er að upplýsingar um banka, höfuðbók og númer reiknings séu réttar (ath. kortanúmer eru ekki bankareikningsnúmer).

Komi réttar upplýsingar um bankareikning ekki í tæka tíð fyrir útborgun, bíður launagreiðsla til næstu útborgunar.

14 ára fá greitt samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 30% af launaflokki 117
15 ára fá greitt samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju, 40% af launaflokki 117

Launakjör

Tímakaup 14 ára unglinga
30% af launaflokki 117798 kr.
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar104 kr.
Samtals902 kr.
Tímakaup 15 ára unglinga
40% af launaflokki 1171064 kr.
Orlof 13,04% reiknast til viðbótar139 kr.
Samtals1203 kr.

Skattur

Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 2009 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr.

Lífeyrissjóður

14 og 15 ára unglingar greiða ekki í lífeyrissjóð.

Veikindi

14 og 15 ára unglingar eiga ekki veikindarétt á launum.