Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf fyrir 18 ára og eldri í Birtu og Sölku
Birta og Salka eru félagsmiðstöðvar á Akureyri fyrir öll sem eru 18 ára og eldri. Félagsmiðstöðvarnar eru hugsaðar sem virkniúrræði fyrir eldri borgara, öryrkja, fólk sem er án vinnu, í veikindaleyfi og önnur þau sem eru heima á daginn. Starfsfólk félagsmiðstöðvanna tekur vel á móti öllum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi sér til skemmtunnar og fróðleiks.
Opnunartími:
Vetur: Virka daga frá 8:45-15:45 nema föstudaga til 13:00
Sumar: Virka daga frá 8:45-13:00
Birta er staðsett í Bugðusíðu 1 í hverfi Þórsara og síminn þar er 462-6055
Salka er staðsett í Viðilundi 22 í hverfi KA-manna og síminn þar er 462-7998
Hægt er að fylgjast með starfinu á Facebook og Instagram
Tölvupóstur félagsmiðstöðvanna er felvidilundur@akureyri.is
Fastir viðburðir eru allan veturinn samkvæmt stundatöflu BIRTU & SÖLKU. Fimmtudagsviðburðir í Sölku eru auglýstir sérstaklega fyrir hvern viðburð fyrir sig í andyri félagsmiðstöðvanna og Facebook.
Sérstakir viðburðir eins og þorrablót, góugleði, sumarlæri, grill, októberfest, nóvemberfest og jólahlaðborð eru auglýst sérstaklega og eru mjög vel sóttir.
Boðið er upp á síðdegiskaffi alla daga vikunnar í BIRTU og/eða í SÖLKU nema á föstudögum þar sem félgagsmiðstöðvarnar loka 13:00.
Alltaf er haft bæði ósætt og sætt með kaffinu á hverjum degi og kaffi, te og vatn ávalt á boðstólnum.
Síðdegiskaffið er klárt hjá okkur klukkan 14:30
Í Birtu og Sölku eru opnar vinnustofur alla daga vikunnar þar sem hægt er að nýta sér aðstöðuna sem og tæki og tól staðanna. Leiðbeinandi er ávalt á staðnum til skrafs og ráðagerða og í sameiningu finnum við alltaf út úr öllu.
Hægt að sjá dagskránna fyrir hvert rými fyrir sig í stundatöflum Birtu og Sölku sem gefnar eru út á hverju hausti. Finna má stundatöflurnar í bæklingi félagsmiðstöðvanna sem liggja í andyri staðanna, á Facebook og hér á vef Akureyrarbæjar.
Í Birtu og Sölku er fjölbreytt úrval námskeiða allan veturinn eins og t.d. yoga, útsaumur, tálgun, prjón, hekl, skartgripagerð, keramik málun, útskurður, vélsaumur, leir, steinamálun, píla, mósaík og málun svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðin kenna bæði kennarar Birtu og Sölku sem og utanaðkomandi einstaklingar með sérfræðiþekkingu á sínu sviði.
Öll námskeið eru auglýst sérstaklega hvert fyrir sig á Facebook, Instagram og í anddyrum Birtu og Sölku.
Í félagsmiðstöðunum Birtu og Sölku er morgunbollinn í boði hússins á milli klukkan 8:45-11:00.
Ekkert er betra en að byrja daginn á bolla í góðum félagsskap og fara yfir fréttir líðandi stundar, líta í blöðin eða stauta sig framúr einni krossgátu í morgunsárið í fallegu og hlýlegu umhverfi áður en ævintýri dagsins hefjast.
Boðið er upp á leikfimisæfingar undir leiðsögn íþróttafræðings tvisvar í viku í Birtu og tvisvar í viku í Sölku. Mjög góðar æfingar sem eru aðlagaðar að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig. Gerðar eru æfingar standandi, á og við stól og á dýnu. Unnið er með lóð, stangir og teygjur.
Nauðsynlegt er að skrá sig í tímana og hægt er að gera það að staðnum eða Sölku í síma 462-7998.
Mánaðargjald er 6.000.- (átta skipti)
Boðið er upp á hádegismat alla virka daga í Birtu og/eða Sölku.
Maturinn byrjar klukkan 11:30 - hægt er að taka hann með sér heim eða borða hann á staðnum í góðum félagsskap í sal félagsmiðstöðvanna.
Panta þarf matinn fyrir klukkan 10 frá Vitanum en matinn sem eldaður er heima í eldhúsi hjá Gyðu eða Hjálmari þarf að panta deginum áður.
Verð á hádegismat er 1550.-
Í Birtu & Sölku eru ágætis bókasöfn þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókasafnið er gjaldfrjálst og hver og einn bjargar sér um að taka sér bækur og skila þeim aftur í hilluna á góðan stað.
Starfræktir eru bókaklúbbar á báðum stöðum sem hægt er að skrá sig í og hittast hóparnir einu sinni í mánuði.
Ýmis konar afþreying, sem gaman er að sitja við í góðum félagsskap, er að finna í Birtu og Sölku. Hvort sem sóst er eftir að finna fyrir lífinu og gleðinni sem er við völd alla daga eða vera í ró og næði. Púsl á borðum, skák, krossgátur, sudoku, tafl, fótboltaspil, litabækur og litir, Mogginn og nýjustu tímaritin.
Félagsmiðstöðvarnar eru lifandi staðir sem bjóða upp á huggulega og fjölbreytta dagskrá sem gestir okkar taka þátt í að móta og framkvæma. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, listasmiðjur, leshópa, mömmuhópa, hreyfingu, fræðslu, Pálínukaffi, leirvinnu, spilamennsku, boccia, snóker og pílu.
Á Hlíð er iðju- og félagsstarf fyrir þá sem þar dvelja. Smelltu á hlekkinn til að lesa meira.
Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) hefur aðsetur í Bugðusíðu 1 og starfar náið með forstöðumanni og starfsfólki við uppbyggingu og starfsemi beggja félagsmiðstöðva á Akureyri.