Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Félagsmiðstöðvarnar Birta og Salka eru lifandi staðir sem bjóða upp á huggulega og fjölbreytta dagskrá sem gestir okkar taka þátt í að móta og framkvæma.
Félagsmiðstöðvarnar Salka og Birta eru lifandi staðir sem bjóða upp á huggulega og fjölbreytta dagskrá sem gestir okkar taka þátt í að móta og framkvæma. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni, nýjustu blöðin liggja frammi ásamt krossgátum og stöku vísum eða vísnagátum. Flesta daga er heimabakað bakkelsi með kaffinu sem er um kl. 14.30
Einnig eru ýmsir árlegir viðburðir og/eða tilfallandi, svo sem grillveislur, októberfest, þorraskemmtun, páskamarkaður og pizzu- og súpuhádegi.
Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf þar sem hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. Hér kemur fólk t.d. saman til að lesa, spila, smíða, sauma, prjóna, ganga og hvað annað sem því dettur í hug að gera.
Við hvetjum ykkur til að kíkja til okkar í kaffi og spjall, hingað eru allir velkomnir.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa meira um aðstöðu og stundaskrár í félagsmiðstöðinni Birtu (Bugðusiðu 1)
Handavinnustofan er fjölnotarými sem hentar vel fyrir prjónahópa, útsaum, leshópa, keramikmálun og aðra starfsemi sem passar við borðið. Á staðnum eru tvær til þrjár saumavélar sem hægt er að nýta til léttra lagfæringa.
Handavinnustofan er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í henni er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.
Myndlistarstofan hentar vel fyrir minni verkefni og sjálfsprottin einstaklingsverkefni. Á staðnum er vaskur og fáir penslar. Velkomið er að koma með eigin verkfæri og nýta rýmið til sköpunar.
Myndlistarstofan er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í henni er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.
Kósý rýmið er nýtt fyrir smærri spjallhópa, fundi, leshópa, púsl stundir og fleiri notaleg störf.
Kósýherbergið er opið kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í rýminu er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.
Salurinn er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Hann er lokaður þegar í honum er heilsuefling, fræðsla, spil, bingo eða önnur föst starfsemi. Salurinn er þéttbókaður en upplýsingar um vikulega dagskrá í honum má sjá í Stundaskrá Birtu. Ef aukalokanir koma til er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.
Í rýminu eru tvö snooker borð og lítið bókasafn. Hópar mæta í snooker alla virka daga fyrir hádegi en rýmið er laust til notkunar eftir hádegi. Bókasafnið er gjaldfrjálst skiptisafn.
Snooker er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í rýminu er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.
Heilsuefling er í salnum fjórum sinnum í viku. Hér má sjá dagskrá heilsueflingar fyrir 60. ára og eldri.
Alla virka daga liggja nýjustu blöðin frammi og heitt er á könnunni. Miðstöðin opnar kl. 9.00 alla morgna og við hvetjum ykkur til að setjast niður hjá okkur með morgunbollan og fara yfir málefni líðandi stundar.