Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128
- Kl. 08:15 - 11:45
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 128
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Hlíðarfjall - vélaskemma
Málsnúmer 2022110166Kristinn Magnússon frá Skíðafélagi Akureyrar kynnti sýn skíðafélagsins á uppbyggingu á svæðinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leita tilboða í byggingu á vélaskemmu í Hlíðarfjalli á reit E í deiliskipulagi frá árinu 2014.
Holtahverfi - gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2021023068Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett í október 2022 vegna 1. áfanga verksins, Holtahverfi norður.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Verklagsreglur um framkvæmdir í landi Akureyrarbæjar - endurskoðun
Málsnúmer 2022110165Lagðar fram verklagsreglur Akureyrarbæjar vegna yfirborðsfrágangs í bæjarlandinu.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka
Málsnúmer 2019050628Kynning á árangri af gjaldtöku á bílastæðum í eigu bílastæðasjóðs.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Umhverfismiðstöð - reglubundin endurnýjun tækja 2021-2022
Málsnúmer 2021040823Minnisblað dagsett 2. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í litla og stóra dráttarvél fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá Þór hf. í stóra dráttarvél að upphæð kr. 25.300.000.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði 2 frá Þór hf. í litla dráttarvél að upphæð kr. 10.540.000.Fjárhagsáætlun UMSA 2023 - gjaldskrár
Málsnúmer 2022080337Lagðar fram gjaldskrár UMSA.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs.
Fjárhagsáætlun UMSA 2023
Málsnúmer 2022080337Eignfærsluáætlun 2023-2026 lögð fram til kynningar.
UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja
Málsnúmer 2022090104Tekin fyrir sala á eldri körfubíl Slökkviliðs Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjarráð samþykkir að selja Slökkviliði Fjallabyggðar eldri körfubíl Slökkviliðs Akureyrar.
Umhverfisstofnun - tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd 2022
Málsnúmer 2022110264Tekin fyrir beiðni Umhverfisstofnunar um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Rut Jónsdóttur forstöðumann umhverfis- og sorpmála og Guðríði Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs til vara.
Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð
Málsnúmer 2022110167Kynning á fyrirhuguðu útboði á söfnun og móttöku úrgangs.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Þórhallur Harðarson D-lista vék af fundi kl. 10:57.
Fylgiskjöl
Svifryksmælingar
Málsnúmer 2022110574Kynning á stöðu svifryksmæla í bæjarlandinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.