Velferðarráð - 1333
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fjarfundur
- Fundur nr. 1333
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Maron Berg Pétursson
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- María Sigurbjörg Stefánsdóttirfundarritari
Úttekt á rekstri málaflokks fatlaðra
Málsnúmer 2021020057Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson ráðgjafar hjá HLH Ráðgjöf kynntu drög að niðurstöðum úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.
Velferðarráð þakkar kynninguna. Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra og þjónustustjóra að skoða nánar þær tillögur sem fram koma í úttektinni og leggja fyrir ráðið drög að vinnuáætlun.
Nýbygging - öryggisgæsla
Málsnúmer 2019030202Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs um stöðu öryggisvistunar og húsnæðismál dagsett 12. febrúar 2021.
Arna Jakobsdóttir forstöðumaður öryggisvistunar sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð leggur mikla áheyrslu á að unnið verði að samkomulagi við ríkið um nýtt húsnæði fyrir öryggisvistun sem uppfyllir allar þarfir starfseminnar og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.
Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara
Málsnúmer 2020010595Tekin fyrir beiðni bæjarráðs um að skipa fulltrúa í vinnuhóp til þess að móta aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.
Velferðarráð skipar Heimi Haraldsson formann velferðarráðs og Bergdísi Ösp Bjarkadóttur forstöðumann heimaþjónustu í vinnuhópinn.