Umhverfis- og mannvirkjaráð - 35
- Kl. 08:15 - 10:10
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 35
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jóhann Jónsson
- Gunnar Gíslason
- Jóhanna Sólrún Norðfjörð
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Slökkvilið Akureyrar - ráðning aðstoðarslökkviliðsstjóra 2018
Málsnúmer 2018060427Kynnt ráðning á Gunnari Rúnari Ólafssyni í starf aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Vaðlaheiðargöng - samkomulag vegna búnaðar í göngunum
Málsnúmer 2018030360Lagður fram til kynningar undirritaður samningur, dagsettur 18. apríl 2018, við Vaðlaheiðargöng hf. um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Slökkvilið Akureyrar - Samningur um sjúkraflutninga við Sjúkratryggingar Íslands
Málsnúmer 2018040281Lagður fram samningur við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri dagsettur 20. júní 2018. Samningurinn gildir frá 1. júní 2018 til og með 31. desember 2019.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2018 - 2022
Málsnúmer 2015120164Lögð fram brunarvarnaáætlun fyrir Slökkvilið Akureyrar 2018 - 2022 dagsett 22. maí 2018.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir brunarvarnaáætlunina.
Akursíða 2 og 4
Málsnúmer 2018060374Lagt fram kauptilboð dagsett 19. júní 2018 í fimm íbúðir við Akursíðu 2-4 sem hafa verið í leigu frá árinu 2006 fyrir fatlað fólk. Kauptilboðið hljóðar upp á 120.500.000 krónur. Velferðarráð samþykkti kaupin á fundi sínum þann 20. júní 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á íbúðunum og að þau muni rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2018.
Sundlaug Akureyrar - endurnýjun á dúk í eldra laugarkari
Málsnúmer 2016060053Lagt fram minnisblað dagsett 20. júní 2018 vegna endurnýjunar á dúk í eldra sundlaugarkari Sundlaugar Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í framkvæmdina.
Endurbætur í aðaleldhúsi ÖA
Málsnúmer 2014030072Lagt fram minnisblað dagsett 20. júní 2018 vegna beiðni frá Hlíð um fjármögnun á endurbótum á afgreiðslulínu í matsal Hlíðar að upphæð 6 milljónir króna á árinu 2018. Velferðarráð samþykkti hækkun á leigu vegna framkvæmdanna á fundi sínum þann 6. júní 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framkvæmdirnar með þeim fyrirvara að þær rúmist innan fjárfestingaráætlunar 2018.
Krossanesborgir - beiðni um snyrtingar á svæðið frá EBAK félagi eldri borgara á Akureyri
Málsnúmer 2018060432Lögð fram beiðni frá EBAK félagi eldri borgara á Akureyri dagsett 28. maí 2018 um útisalerni í Krossanesborgum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að farið verði í stefnumótun varðandi þjónustu á útivistarsvæðum í bæjarlandinu.
Sparkvellir við grunnskóla - endurnýjun á gervigrasi
Málsnúmer 2018060413Lagt fram minnisblað dagsett 30. maí 2018 vegna opnunar tilboða í endurnýjun á gervigrasi á sparkvöllum við Oddeyrarskóla og Brekkuskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Metatron ehf.
Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú
Málsnúmer 2017100322Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett 20. júní 2018 vegna framkvæmdanna.