Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 858
- Kl. 11:00 - 11:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 858
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Hafnarstræti 23B - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölgun íbúða
Málsnúmer 2022030672Erindi dagsett 15. mars 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grim apartments ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 23B við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Ystibær - Miðbær 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
Málsnúmer 2022031012Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Sæmundar Sæmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gestahús við Ystabæ - Miðbæ 2 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Ystibær - Miðbær 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi
Málsnúmer 2022031064Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Ráðhústorg 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021110094Erindi dagsett 2. nóvember 2021 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kasa fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að breyta rými sem nú er skyndibitastaður í aðstöðu fyrir fasteignasölu. Innkomnar nýjar teikningar 23. mars 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Aðalstræti 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022030344Erindi dagsett 8. mars 2022 þar sem X 457 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 3 við Aðalstræti. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi verslunar á 1. hæð. Innkomnar nýjar teikningar eftir Guðjón Þóri Sigfússon 28. mars 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.