Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 119
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Alexía Lind Ársælsdóttiráheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Georg Fannar Haraldssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Kjarnavegur - umferðaröryggi og endurgerð
Málsnúmer 2022050184Lagt fram minnisblað dagsett 5. maí 2022 vegna umferðaröryggis og endurgerðar á Kjarnavegi.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Múrbrot og gler - úrvinnsla
Málsnúmer 2021060782Hreinsun á efninu og notkun þess lögð fram til kynningar.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg AT16 - gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2022050177Lagt fram minnisblað dagsett 5. maí 2022 vegna nýrra gatnamóta við Rangárvelli og að athafnasvæði.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir
Málsnúmer 2022021084Staða hönnunar á göngu- og hjólreiðarstíg meðfram Leiruvegi rædd.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Dómsniðurstaða vegna Naustahverfis VII - Hagar, gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2020120179Dómsniðurstaða vegna Naustahverfis VII lögð fram til kynningar.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Glerárdalur - lokun urðunarstaðar
Málsnúmer 2011070010Niðurstöður lokunareftirlits Umhverfisstofnunar fyrir árið 2021 vegna urðunarstaðar á Glerárdal sem og umræður um mótvægisaðgerðir til framtíðar.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna aðgerða- og kostnaðaráætlun fyrir frekari þéttingu á haugnum í samráði við Norðurorku.
Ráðhús Akureyrar - viðbygging og endurbætur
Málsnúmer 2021011696Lögð fram drög að hönnunarsamningi fyrir arkitektahönnun á Ráðhúsi Akureyrar.
Afgreiðslu frestað.
Reginn fasteignafélag - kaup á almenningssalernum í Kaupvangsstræti
Málsnúmer 2022020587Lagður fram samningur um sölu almenningssalerna í Kaupvangsstræti.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
Lundarskóli - B-álma
Málsnúmer 2020060449Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 27. apríl 2022 varðandi framkvæmdir við Lundarskóla B-álmu.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Nökkvi - framkvæmdir
Málsnúmer 2015030205Lagt fram skilamat dagsett 28. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við þjónustuhús Siglingafélagsins Nökkva.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir skilamatið og góða framkvæmd. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að aðgengismál fyrir fatlaða að útsýnispalli og efri hæð byggingarinnar verði leyst.
Sláttur á Akureyri 2022-2023
Málsnúmer 2022050181Lögð fyrir niðurstaða frá opnun tilboða vegna útboðs.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda á hverju svæði.
Nausta- og Hagahverfi:
Addi Tryggva ehf. 7.193.783 kr.
EB ehf. 7.217.499 kr.
Leó verktaki ehf. 9.911.943 kr.
Opin svæði:
EB ehf. 5.439.440 kr.
Leó verktaki ehf. 8.100.385 kr.
Stofnlóðir fasteigna Akureyrarbæjar:
EB ehf. 4.307.068 kr.
Leó verktaki ehf. 6.947.550 kr.Tjaldsvæði - sala
Málsnúmer 2022050299Sala salernisaðstöðuhúss á tjaldsvæði í Þórunnarstræti rædd ásamt því sem þarf að gera á svæðinu.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að girðing, byggingar og aðrir lausamunir verði fjarlægðir af svæðinu.
Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2022
Málsnúmer 2022050179Farið yfir þær framkvæmdir sem áætlað er að fara í í sumar.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa notaða beltagröfu og dráttarvél til landmótunar í Hlíðarfjalli. Tekið af fjárveitingu ársins í eignfærslu. Áætlaður kostnaður í verkefnið er kr. 25.000.000.
Starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs 2022
Málsnúmer 2022021082Lagðar fram þær starfsáætlanir sem eftir var að fara yfir fyrir árið 2022.