Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 542
- Kl. 13:00 - 13:50
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 542
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill skipulagsstjóra
- Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Kjarnagata 33 - byggingarleyfi
Málsnúmer BN060293Erindi dagsett 18. maí 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af húsi nr. 33 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar teikningar 26. og 27. maí 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Hrafnaland 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi
Málsnúmer 2015050181Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi á lóð nr. 9 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Krossanes 1 - lnr. 148630 - bílvog
Málsnúmer 2015050133Erindi dagsett 19. maí 2015 þar sem Jónas Karlesson f.h. Sementsverksmiðjunnar ehf., kt. 560269-5369, sækir um byggingarleyfi fyrir bílavog á lóð nr. 1 við Krossanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas V. Karlesson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Bíladagar 2015
Málsnúmer 2015050176Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Einar Gunnlaugsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi fyrir viðburðarskiltum á gámum við Hlíðarfjallsveg, Hörgárbraut og Drottningarbraut frá 9. til 23. júní, tjaldsvæði á svæði félagsins Hlíðarfjallsvegi 13 frá 12. til 22. júní. Einnig er sótt um leyfi fyrir græjukeppni 16. júní, milli kl. 20:00 og 22:00, á svæði austan við Skeljung við Hörgárbraut.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn heilbrigðiseftirlits vegna tjaldsvæðis.
Kjarnagata 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi
Málsnúmer 2015030250Erindi dagsett 19. maí 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Kjarnagötu 41. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar teikningar 28. maí 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Hrafnaland 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi
Málsnúmer 2015050140Erindi dagsett 20. maí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 7 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 27. maí 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.