Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 677
- Kl. 13:00 - 14:30
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 677
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill byggingarfulltrúa
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Sjávargata 2 - umsókn um byggingu sólpalls
Málsnúmer 2018050040Erindi dagsett 3. maí 2018 þar sem Linda María Ásgeirsdóttir fyrir hönd Háeyjar ehf., kt. 430216-1630, sækir um leyfi til að byggja 60 fermetra sólpall með skjólvegg við hús nr. 2 við Sjávargötu, Hrísey. Meðfylgjandi eru myndir. Innkomið umboð frá eiganda hússins.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda í húsinu.
Möðruvallastræti 8 - úrtak í kantstein
Málsnúmer 2018050082Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Arnór Ingi Hansen sækir um úrtak í kantstein við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir 7 metra úrtak í kantstein enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.
Einilundur 4e - garðhús
Málsnúmer 2018050076Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Erla K. Þorsteinsdóttir og James N. Robertsson sækja um leyfi til að setja niður garðhús á lóð nr. 4e við Einilund. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skýringarmynd.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki allra meðeigenda í húsinu.
Eyrarvegur 12 - umsókn um minnkun gróðurreits við hraðahindrun
Málsnúmer 2017060066Erindi dagsett 7. júní 2017 þar sem Gunnar H. Svavarsson sækir um leyfi til að gera bílastæði vestan við húsið nr. 12 við Eyrarveg. Óskað er eftir að tekið verði af gróðurreit sem er norðan við húsið við hraðahindrun. Sjá meðfylgjandi myndir.
Fyrir liggur neikvæð umsögn deildarfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.Staðgengill byggingarfulltrúa hafnar erindinu þar sem ekki er ásættanlegt að breyta eyju vegna öryggissvæðis við hraðahindrun og gönguleið.
Halldóruhagi 6a - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018040013Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 6a á lóð nr. 6 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur/Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Halldóruhagi 6b - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018050101Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 6b á lóð nr. 6 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur/Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2018010064Erindi dagsett 2. maí 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 73 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Jónasson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018040163Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. apríl 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Daggarlundur 8 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2015030175Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Elvars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Daggarlund. Sótt er um að stækka verönd, breyta innra skipulagi og stoðveggjum á lóðarmörkum. Fyrir liggur samkomulag við Norðurorku vegna lóðarveggja á kvaðasvæði.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Oddeyrargata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss
Málsnúmer 2018030007Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Oddur Ólafsson sækir um breytingar innanhúss í húsi nr. 28 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. apríl 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Hlíðarfjallsvegur Lnr. 215098 - Gámaþjónustan, sorpflokkunarstöð - byggingarleyfi
Málsnúmer BN100254Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Gunnar Bragason fyrir hönd Gámakó hf., kt. 560694-2619, sækir breytingar á áður samþykktum teikningum, með gryfju fyrir pökkunarband í endurvinnslusal og viðbyggingu fyrir presskuvélbúnað við flokkunarstöð við Hlíðarfjallsveg, lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. maí 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Lyngholt 9 - umsókn um bílgeymslu
Málsnúmer 2017100032Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Jóhanns Elvars Tryggvasonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og þaksvölum við húss nr. 9 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Elísabetarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018030428Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.