Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 845
- Kl. 13:00 - 13:45
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 845
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Oddeyrartangi 149144 - umsókn um byggingarleyfi vegna frystivéla
Málsnúmer 2021120713Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Útgerðarfélags Akureyringa sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi 5, 7, 8 og 13 við Oddeyrartanga, landnr. 149144. Fyrirhugað er að færa frystivélar úr húsi nr. 5 í hús 13 og rífa hluta léttra innveggja í húsum 7 og 8 og alla í húsi nr. 13. Sett verður hurð á austurhlið húss nr. 13. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Miðgarðakirkja Grímsey - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021120733Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Hjörleifur Stefánsson fyrir hönd Sóknarnefndar Miðgarðakirkju sækir um byggingarleyfi fyrir kirkju í Grímsey, sama staðsetning og kirkjan sem brann í september á þessu ári. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjörleif Stefánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hlíðargata 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breyttu innra skipulagi
Málsnúmer 2021100478Erindi dagsett 7. október 2021 þar sem Brynhildur Sólveigardóttir fyrir hönd Sigmars Ólafssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á innra skipulagi í rými 0102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynhildi Sólveigardóttur. Innkomnar nýjar teikningar 16. desember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.