Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Svör við algengum spurningum um vinnuskólann, hvað má og hvað ekki, laun og vinnutímabil og fleira
Starfstímabil 14 ára er frá 11. júní - 16. ágúst og má vinna í 105 klst. í sumar
Starfstímabil 15 ára er frá 11. júní - 16. ágúst og má vinna í 120 klst. í sumar.
Starfstímabil 16 ára er frá 11. júní - 16. ágúst og má vinna í 140 klst. í sumar.
Starfstímabil 17 ára er frá 01. júní - 20. ágúst og má vinna í 175 klst. í sumar.
Nei, vinnuvikan er frá mánudegi til föstudags. Vinnutími 14 ára unglinga er frá 12:15 - 15:45 og vinnutími 15 ára unglinga er frá 8:00 - 11:30. Vinnutími 16 ára er 6 klst. og 17 ára unglinga er 7 klst. en það getur verið breytilegt hvenær dags þau byrja.
Já, það er hægt en klára þarf tímana fyrir 16. ágúst.
Laun eru greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar. Launatímabilið er 11. - 10. hvers mánaðar en það þýðir að fyrstu laun nemenda eru greidd 1. júlí en þá er greitt fyrir vinnu 11. maí - 10. júní. 1. ágúst er greitt fyrir 11.júní - 10. júlí. 1. september er síðan greitt fyrir 11.júlí - 10. ágúst.
Allir launþegar á Íslandi sem eiga hér fast heimili og hafa náð 16 ára aldri borga staðgreiðslu (skatt) af launum sínum. Persónuafsláttur er ákveðin upphæð sem kemur til lækkunar staðgreiðslu. Upphæðin er sú sama hjá öllum, en mismunandi er eftir einstaklingum hversu hátt hlutfall hefur verið notað á árinu þegar vinna hefst í vinnuskólanum.
Þess vegna verða unglingar sem verða 16 ára á árinu að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar svo ekki verið dregin staðgreiðsla af launum. Upplýsingarnar er að finna á skattur.is
Farið er inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar til þess að skrá upplýsingarnar
Mikilvægt er að skila þessum upplýsingum tímanlega þ.e. í síðasta lagi viku fyrir útborgun svo ekki komi til frádráttar vegna staðgreiðslu.
Launin eru lögð inn á bankareikning nemenda og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn.
Unglingar, 14 og 15 ára, mæta á sína starfsstöð sem þau völdu þegar sótt var um vinnuskólann, nema þau hafi fengið tölvupóst um annað. 16 og 17 ára mæta á þann stað sem þeim hefur verið úthlutað.
Skipting á milli hópa er aðeins möguleg í samráði við foreldra og ef gildar ástæður liggja fyrir. Hins vegar er mikilvægt að allir læri að vinna með ólíku fólki og Vinnuskólinn býður upp á frábært tækifæri til að kynnast nýjum einstaklingum.
Já, ef ofnæmi gerir garðyrkju erfiða og ofnæmislyf virka ekki, er reynt að útvega innivinnu. Til að eiga möguleika á slíkri vinnu þarf að tilgreina þessar upplýsingar í umsókninni og skila inn læknisvottorði.
Foreldrar þurfa að tilkynna veikindi strax að morgni með símtali til flokkstjóra. Textaskilaboð (sms), tölvupóstur eða Messenger skilaboð eru ekki tekin gild. 14 og 15 ára unglingar eiga ekki rétt á greiddum veikindadögum.
16 og 17 ára unglingar eiga rétt á tveimur veikdindadögum í hverjum mánuði frá upphafi vinnu. Á fyrsta mánuði eru tveir veikindadagar í boði, en á öðrum mánuði fjórir, ef veikindadagar hafa ekki verið nýttir í fyrsta mánuði. Ónotaðir veikindadagar eru ekki greiddir við lok starfstímans.
Flokkstjórar skrá hjá sér mætingar nemenda og er það alltaf skráð ef nemandi mætir seint til vinnu. Ef viðkomandi kemur alltaf of seint þá dregst það frá vinnutíma dagsins.
Nei, enginn vinnufatnaður er í boði fyrir utan öryggisklæðnað þar sem við á, t.d. ef nemendur þurfa að slá gras. Mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri og hafi með sér góða garðyrkjuhanska.
Nei, Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Rafrettur eru einnig bannaðar. Tekið er alvarlega á því ef reglurnar eru brotnar.
Nei, og notkun síma er einnig bönnuð.
Mjög mikilvægt er að láta flokkstjóra vita sem fyrst. Við reynum alltaf að gera okkar allra besta til að öllum líði vel í Vinnuskólanum.