Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Íþróttastefna og heilsueflandi samfélag

Akureyri er Heilsueflandi samfélag sem setur heilsu og vellíðan íbúa í forgrunn.

Fólk að hjóla á stíg

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Leiðarljós Heilsueflandi samfélags:

  • Virk þátttaka samfélagsins í heild, þ.m.t. hagsmunaaðila úr öllum geirum.
  • Starfið byggir á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.
  • Valda ekki skaða (do no harm).
  • Jöfnuður til heilsu með almennum aðgerðum og aðgerðum sem taka mið af þörfum viðkvæmra hópa.
  • Sjálfbærni, leggja áherslu á að skipuleggja starf og árangur til lengri tíma litið.

Meira um Heilsueflandi samfélag.

Hreyfðu þig með okkur. Það er svo margt í boði!