Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Fasteignagjöld

Eigendur fasteigna greiða fasteignagjöld til sveitarfélagsins. Gjöldin byggja á fasteignamati húsa og lóða ásamt stærð eigna. Álagningarstofninn er fenginn úr fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 31. desember ár hvert.

Fasteignaskattur er lagður á nýjar lóðir og mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðamótum eftir að eignirnar eru skráðar og metnar í fasteignaskrá.

Gjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, vatnsgjald og fráveitugjald, auk sorphirðugjalds fyrir íbúðarhúsnæði. Þau eru innheimt í átta jöfnum greiðslum frá 3. febrúar til 3. september, með eindaga 30 dögum eftir gjalddaga.

  • Reiknivél fasteignagjalda

    Reiknaðu áætluð fasteignagjöld fyrir þína eign

Afsláttur

Tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignagjöldum samkvæmt reglum sem eru endurskoðaðar árlega. Afsláttur reiknast sjálfkrafa á þá aðila sem eru undir tekjumörkum.

Telji íbúðareigandi sig ekki fá afslátt sem hann á rétt á skv. Reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ, skal hann sækja um afslátt í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Styrkir

Bæjarstjórn Akureyrar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi æskulýðs - og mannúðarsamtaka sem ekki er rekin í ágóðaskyni, sbr. heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sótt er um þessa styrki á þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Smelltu hér til að finna Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ og Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka