Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Velkomin í Ráðhúsið á öskudaginn

Á miðvikudaginn er öskudagur og þá klæðast ungmenni skemmtilegum búningum og heimsækja fyrirtæki og stofnanir til að syngja nokkur lög í von um að fá góðgæti að launum.

Á miðvikudaginn er öskudagur og þá klæðast ungmenni skemmtilegum búningum og heimsækja fyrirtæki og stofnanir til að syngja nokkur lög í von um að fá góðgæti að launum.

Í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, verður tekið á móti börnum á öllum aldri frá klukkan 8 til hádegis, eða þar til birgðir klárast. 

Á Glerártorgi verður líf og fjör eins og vanalega. Húsið opnar klukkan 10 og munu verslanir og þjónustuaðilar taka vel á móti börnunum.

Klukkan 12.30 mun Leikfélag Menntaskólans á Akureyri stíga á svið og taka nokkur lög úr Galdrakarlinum í OZ. Að sjálfsögðu verður kötturinn sleginn úr tunnunni og sigurvegarinn hlýtur gjafakort í verðlaun.

Eintóm gleði framundan – góða skemmtun öll!