Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Matjurtagarðar

Akureyrarbær á og rekur matjurtagarða sem íbúar bæjarins geta leigt á sumrin til að rækta eigið grænmeti. 

Matjurtagarðar

Matjurtagarðarnir eru staðsettir við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar á Krókeyri, rétt innan og ofan við Iðnaðarsafnið og Gömlu gróðrarstöðina.

Hver garður er 15 fermetrar og kostar 5.300 krónur að leigja yfir sumarið. Innifalin eru leiðbeiningar og ráðgjöf, auk þess sem hægt er að kaupa forræktað grænmeti og fleira á staðnum.

Umsóknir um garðana opna árlega um miðjan febrúar og verða aðgengilegar í þjónustugátt bæjarins. Opnun umsókna er ávallt auglýst á vefsíðu Akureyrarbæjar, samfélagsmiðlum og í staðarmiðlum.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á gardur@akureyri.is eða hringja í síma 460-1000.

Athugið: Matjurtagarðarnir eru eingöngu fyrir íbúa með lögheimili á Akureyri.