Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
1. gr.
Reglur þessar eiga við um dansleiki fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára. Miðað er við fæðingarár en ekki fæðingardag.
2. gr.
Í samræmi við 23. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veitir bæjarlögmaður sýslumanni umsögn vegna umsókna um leyfi til að standa fyrir unglingadansleikjum.
3. gr.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að í umsögnum bæjarlögmanns séu sett eftirfarandi skilyrði:
Vitnað verði í 29. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar segir:
Um útivistartíma barna og ungmenna gilda ákvæði barnaverndarlaga og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra. Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Auk þess verði eftirfarandi skilyrði sett fyrir unglingadansleikjum:
Samþykkt í samfélags- og mannréttindaráði 16. febrúar 2011
Samþykkt í bæjarstjórn 1. mars 2011