Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Skjaldarmerki Akureyrar er blár skjöldur með hvítum fugli. Á bringu fuglsins er skjöldur með kornknippi, sem táknar nafnið Akureyri. Blái liturinn táknar himin og fjöll, en fuglinn tengist frásögn úr Heimskringlu um landvættina, þar sem mikill fugl flögraði yfir Eyjafjörð.
Merkið á rætur að rekja til Alþingishátíðarinnar 1930 en varð illa varðveitt með tímanum og til í mörgum ólíkum útgáfum. Árið 1987 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar að endurhanna það, og Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður var fenginn til að teikna það upp aftur, bæði í einlitri og þrílitri útgáfu. Þá var sérstaklega kveðið á um notkun merksins, liti og önnur atriði.