Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Algengar spurningar og svör varðandi kattahald
Nei, það þarf að sækja sérstaklega um leyfi til kattahalds. Umsóknareyðublað má nálgast inn á þjónustugátt, sjá hér. Athugið að það þarf rafræn skilríki til að komast inn á þjónustugáttina.
Hér má sjá gjaldskrá vegna kattahalds.
Já, það er skylda. Kattahald í Akureyrarbæ er óheimilt nema að fengnu leyfum og uppfylltum skilyrðum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru að kötturinn þarf að vera örmerktur, ormahreinsaður og keypt sé ábyrgðartrygging fyrir köttinn. Ef um fjölbýlishús er að ræða þarf að liggja fyrir samþykki eigenda íbúða fjöleignahúsa.
Já, ef eigandi hefur aflað samþykkis eigenda íbúða hússins fyrir kattahaldi þegar um er að ræða sameiginlegt húsrými.
Skriflegt samþykki sameigenda fer skv. 33. e gr. og 33. f gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Samþykki 2/3 hluta eigenda þarf ef fara þarf um sameiginlegan inngang eða stigagang að íbúð. Gildir það jafnframt ef um utanáliggjandi stigagang er að ræða eða ef gengið er inn í íbúð af svölum sbr. 1. mgr. 33. f gr.
Ef íbúð er með sérinngang eða gengið er inn um sameiginlegar útitröppur þá þarf ekki að afla samþykkis annarra eigenda fjölbýlishúss, sbr. 1. mgr. 33. f gr. Skiptir ekki máli í því samhengi þótt annað rými fasteignarinnar sé sameiginlegt, svo sem lóð og annað sameiginlegt rými.
Hlaða niður eyðublaði fyrir skriflegt samþykki um kattahald í fjölbýlishúsi
Eftirlitsgjaldið er þjónustugjald frá sveitarfélaginu sem það nýtir til að geta haldið úti þjónustu í málaflokknum, t.d. fyrir starfsmenn og verktaka sem koma að málaflokkunum, rekstur á dýrageymslu og sandskipti á leiksvæðum bæjarins.
Hér má sjá gjaldskrá vegna kattahalds.
Ef umsókn og öll fylgigögn eru í lagi verður útbúið leyfisbréf sem sent verður á heimili umsækjanda ásamt greiðsluseðli og númeraðri plötu sem fer um háls kattarins. Ef eitthvað vantar í umsóknina er haft samband við umsækjanda og honum leiðbeint hvernig nálgast skal upplýsingar sem upp á vantar.
Dýraeftirlit snýr að margvíslegum þáttum og er sinnt af starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sem og verktökum.
Hægt er að senda ábendingu inn á ábendingavef Akureyrarbæjar, sjá hér.
Hringja í Matvælastofnun (MAST) í síma 530 4800 eða senda inn ábendingu á ábendingavef Matvælastofnunar.
Sjá einnig þessa síðu á vef MAST fyrir nánari upplýsingar.
Ef kötturinn deyr þarf að tilkynna það til sveitarfélagsins. Einnig þarf að láta vita ef kötturinn flytur úr sveitarfélaginu. Hægt er að afskrá köttinn með því að senda tölvupóst á dyrahald@akureyri.is og láta fylgja með nafn og kennitölu eiganda og númer dýrs.
Lausaganga katta er ekki bönnuð á Akureyri.
Hins vegar er mælst til þess að lausaganga katta sé takmörkuð eins og unnt er á varptíma fugla og sérstaklega yfir nætur. Mikilvægt er að kettir beri bjöllur um hálsinn til verndar fuglum á varptíma og á meðan ungar eru að verða fleygir.
Kattahald er bannað í Grímsey og mega kettir hvorki dvelja í Grímsey né koma í heimsóknir.
Lausaganga katta er bönnuð í Hrísey.