Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Vinabæir Akureyrar

Vináttusamband á sviði menningarmála, menntunar, íþróttamála og viðskipta.

  • Ålesund Noregi

    Ålesund, Noregi

    Ålesund í Noregi er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953. 

    Skoða vef
  • Lahti Finnlandi

    Lahti, Finnlandi

    Lahti í Finnlandi tilheyrir Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953. 

    Skoða vef
  • Randers Danmörku

    Randers, Danmörku

    Randers í Danmörku er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953. 

    Skoða vef
  • Västerås Svíþjóð

    Västerås, Svíþjóð

    Västerås í Svíþjóð er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953.

    Skoða vef
  • Gimli Canada

    Gimli, Kanada

    Vinabæjasamskipti við Gimli hófust árið 1975 og samkomulag undirritað í Gimli á hátíð í tilefni af hundrað ára afmæli landnáms Íslendinga í Manitoba. Samskipti hafa alltaf haldist en verið mismikil eftir tímabilum.

    Skoða vef
  • Narsaq á Grænlandi

    Narsaq, Grænlandi

    Vinabæjasamskipti milli Narsaq og Akureyrar voru samþykkt árið 1975. Nokkuð hefur verið um heimsóknir og samskipti, mismikil eftir tímabilum. 

    Skoða vef
  • Hafnarfjörður

    Hafnarfjarðarbær

    Hafnarfjarðarbær hefur verið vinabær Akureyrarbæjar frá árinu 1999

    Skoða vef
  • Vágur, Færeyjum

    Vágur, Færeyjum

    Skrifað var undir viljayfirlýsingu í ferð fulltrúa Akureyrarbæjar til Vágs árið 2002. Sú heimsókn og leit að vinabæ í Færeyjum var að frumkvæði Akureyrar. Fulltrúar Vágs komu í heimsókn til Akureyrar árið eftir. Ákveðið var að reyna að stuðla að  samskiptum t.d. á sviði menningar, íþrótta og skólamála.

    Skoða vef
  • Denver, Bandaríkjunum

    Denver, Bandaríkjunum

    Hinn 9. maí 2012 var undirrituð á Akureyri viljayfirlýsing um að komið verði á formlegu vinabæjasambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.

    Skoða vef
  • Martin, Slóvakíu

    Martin, Slóvakíu

    Hinn 10. nóvember 2023 var undirritað í Martin í Slóvakíu samkomulag um vináttusamband sem felur í sér samvinnu á sviði menningarmála, menntunar, íþróttamála og viðskipta.

    Skoða vef

Akureyrarbær og Murmansk í Rússlandi skrifuðu undir vinabæjasamkomulag árið 1994 en samstarfinu var hinsvegar formlega slitið 15. nóvember 2022 vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu.