Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Kosningar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er skipuð 11 bæjarfulltrúum sem eru kosnir til fjögurra ára í senn.

Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í bæjarfélaginu laugardaginn 14. maí 2022. Niðurstöður kosninganna urðu sem hér segir:

B - listi Framsóknarflokksins 17% og 2 bæjarfulltrúar.

D - listi Sjálfstæðisflokksins 17% og 2 bæjarfulltrúar.

F - listi Flokks fólksins 12% og 1 bæjarfulltrúi.

K - listi Kattaframboðsins 4%. Enginn bæjarfulltrúi.

L - listi - Bæjarlisti Akureyrar 19% og 3 bæjarfulltrúar.

M - listi Miðflokksins 8% og 1 bæjarfulltrúi.

P- listi Pírata 3%. Enginn bæjarfulltrúi.

S - listi Samfylkingarinnar 12% og 1 bæjarfulltrúi.

V - listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 7% og 1 bæjarfulltrúi.

Bæjarstjórn Akureyrar er skipuð 11 bæjarfulltrúum.

Á kjörskrá í Akureyrarbæ voru 14.688. Talin atkvæði voru 9.422 og kjörsókn því 64,1%. Auðir atkvæðisseðlar voru 282 og ógildir voru 20.

Að afloknum kosningum gerðu L-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrarbæjar árin 2022-2026.

Næst verður gengið til bæjarstjórnarkosninga árið 2026.