Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Akureyri er stundum kölluð safnabærinn enda eru þar alls kyns söfn sem geyma ýmsa spennandi fjársjóði, upplýsingar um liðna tíma, búsetu og lifnaðarhætti.
Amtbókasafnið er almenningsbókasafn og elsta stofnun sveitarfélagsins. Þangað er notalegt að koma til að sækja sér lesefni, glugga í bækur eða njóta ljúffengra veitinga.
Davíðshús var reist árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt vitni.
Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru varðveitt skjöl frá skilaskyldum aðilum og einkaaðilum í Hörgársveit, Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi.
Í elsta húsi Hríseyjar, Húsi Hákarla Jörundar, er safn tileinkað sögu Hákarla-Jörundar, einum fremsta hákarlaveiðimanni Íslendinga fyrr og síðar. Safnið er einnig byggðasafn og þar er að finna bæði muni og heimildir um Hrísey í fyrri tíð.
Listasafnið á Akureyri er í eigu Akureyrarbæjar. Það er stærsta safn sinnar tegundar á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Í starfi safnsins er lögð áhersla á að virkja sem flesta til þátttöku og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir.
Minjasafnið hýsir fjölbreytta starfsemi og áhugaverða safngripi sem segja sögu byggðalagsins. Þar eru settar upp alls kyns sýningar og staðið fyrir skemmtilegum viðburðum. Starfsemin grundvallast á að safna, varðveita, rannsaka og fræða.
Í Nonnahúsi er safn til minningar um rithöfundinn og prestinn Jón Sveinsson, Nonna (1857-1944). Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978. Í því er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna.