Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Menningarmál

Öflugt menningarlíf í lifandi og skemmtilegum bæ.

Atvinnu-, markaðs- og menningarteymið starfar á þjónustu- og menningarsviði og hefur umsjón með menningarmálum fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Á vefsíðunni Halló Akureyri er veglegt viðburðadagatal þar sem þú getur fylgst með öllu því skemmtilega sem er að gerast hverju sinni. Viltu kíkja í leikhús? Á listasýningu? Á tónleika? Það er brjálað að gera í þessu bæjarfélagi!

Ertu að halda áhugaverðan viðburð? Sendu okkur upplýsingar og við setjum inn á dagatalið. Við viljum fylgjast með.

  • Akureyrarvaka

    Akureyrarvaka

    Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, sem haldin er helgina sem er næst afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst. Sannkölluð menningarveisla sem bæjarbúar, listamenn og gestir skapa í sameiningu.

  • Barnamenningarhátíð

    Barnamenningarhátíð

    Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. 

  • Akureyri

    Viðburðadagatal

    Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera á Akureyri