Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Í Lundarskóla er stuðst við SMT skólafærni sem gengur út á jákvæðan stuðning við hegðun nemenda.
Markmið SMT skólafærni er að skapa jákvæðan skólabrag og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks skólans
Nemendur Lundarskóla fá hrós fyrir æskilega hegðun og fyrir að fylgja skólareglum. Í sumum tilvikum geta nemendur fengið svokallaða Vita, eða hrósmiða sem þeir leggja í safn bekkjarins. Þegar bekkurinn hefur náð sexfaldri bekkjarstærð af Vitum fá nemendur umbun sem hefur verið fyrirfram ákveðin. Umbun getur til dæmis verið spilatími, leiktími, eða náttfatadagur.
Einkunnarorð Lundarskóla eru ábyrgð, virðing og vellíðan. Þau minna okkur á að sýna ábyrgð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og virðingu í orði og verki og með því öðlumst við vellíðan. Nemendur og starfsfólk starfa í jákvæðu umhverfi þar sem mikið er lagt upp úr vinsemd og góðvild og þar leggjast allir á eitt við að vinna gegn stríðni, vanlíðan og einelti. Skólareglurnar tengjast þessum þremur einkunnarorðum.
Lögð er áhersla á að nemendur læri skólareglur og fái þjálfun í að fylgja þeim. Skólareglur eru settar upp fyrir hvert svæði en auk þess gilda almennar reglur allstaðar þar sem nemendur eru á vegum skólans, innan dyra og utan.
Kennarar nota hvatningu til að kenna nýja hegðun og viðhalda henni með jákvæðum hætti. Sjálfstraust barna helst í hendur við þá hvatningu sem þau fá fyrir það sem þau geta eða gera rétt. Allir sækjast eftir hvatning og mikilvægt að hrósa fyrir æskilega hegðun.
100 miða leikurinn er skemmtileg hefð sem tengist SMT skólafærni. Nemendur sem eru duglegir að fylgja einkunnarorðum skólans og skólareglunum eiga möguleika á því að fá blóm. 100 blómum er deilt út til nemenda í tvær skólavikur. Um leið og nemendur fá blóm segir starfsmaður honum fyrir hvað hann fær blómið. Nemendur fara með blómið til ritara og upplýsa hann um fyrir hvað þau fengu blómið. Þar draga þau númer sem fer á töflu hjá ritara. Ein röð hefur verið fyrirfram ákveðin sem sigurröð og er hún dregin úr innsigluðu umslagi þegar leiknum er lokið. Þeir 10 nemendur sem vinna fá umbun.