Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda
Einelti á aldrei að eiga sér stað. Ef þú veist um einhvern sem er lagður í einelti tilkynntu það strax. Fylltsta trúnaðar er gætt við afgreiðslu tilkynninga um einelti eða grun um einelti.
Við Lundarskóla starfar eineltis- og lausnarteymi sem vinnur að málefnum bæði einstaklinga og hópa og geta kennarar óskað eftir stuðning teymisins við lausn mála.
Í teyminu sitja Kristín Irene, verkefnastjóri námsaðlögunar, Hildur Mist, náms- og starfsráðgjafi, og Fjóla Dögg, deildarstjóri.
Í Lundarskóla vinnur námsaðlögunarteymi að því að koma til móts við þarfir nemenda. Námsaðlögun felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og kennsluaðferðum. Kennsla fer ýmist fram sem stuðningur inni í kennslustofu eða í minni kennslustofum og er hún skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum.